Merki Íslands er verkefni sem varð til á sköpunarstofunni Brandenburg árið 2021 og miðar að því að halda utan um og varðveita íslenska merkjahönnun. Stefnt er að því að gefa út bók undir sama nafni árið 2025.
Þessi vefsíða er hluti af verkefninu þar sem óskað er eftir upplýsingum og ábendingum um hönnun ýmissa merkja. Einnig er hægt að senda inn eigin merki eða merki gætu átt erindi í bókina.
Athugið að ekki munu öll innsend merki enda í bókinni heldur velur ritstjórn bókarinnar þau merki sem þykja hafa menningarlegt, sögulegt eða fagurfræðilegt gildi fyrir íslenska merkjahönnun.
Nánari upplýsingar, ábendingar eða aðrar upplýsingar má senda á merki@brandenburg.is
Ef þú hefur áhuga á verkefninu og bókinni, skráðu þig þá á póstlista hjá okkur. Við lofum að senda ekki marga pósta. Aðeins upplýsingar þegar eitthvað merkilegt er í gangi.